Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 18. ágúst 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hefur íhugað að hætta vegna lélegrar dómgæslu
Nigel Pearson
Nigel Pearson
Mynd: Getty Images

Mark Sykes leikmaður Bristol City í Championship deildinni fékk að líta rauða spjaldið fyrir að tækla Luke Freeman leikmann Luton í leik liðanna í Championship deildinni á þriðjudaginn.


Freeman brást illa við og hrinti Sykes. Það sauð uppúr og Sykes fékk að líta rauða spjaldið og Freeman fékk gult.

Nigel Pearson þjálfari Bristol var ekki sáttur með dómarateymið í leiknum og lét þá heyra það í viðtali eftir leikinn.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá íhugaði ég í fyrra og hef íhugað það aftur í ár að pakka saman og koma ekki nálægt þessari íþrótt aftur. Standardinn í dómgæslu hefur náð lágmarki að mínu mati," sagði Pearson.

Honum var refsað í desember í fyrra fyrir að gagnrýna dómgæslu og spurning hvort hann fái sekt aftur í þetta skiptið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner