Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 14:42
Elvar Geir Magnússon
Leikur Fram og KR styrktarleikur fyrir Bryndísi Klöru
Mynd: Fram
Leikur Fram og KR í Bestu deild karla í kvöld, lokaleikur 19. umferðar, verður sérstakur styrktarleikur fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru.

Fram spilar í sérhannaðri treyju af þessu tilefni og geta vallargestir keypt treyjuna. Allur ágóði af leiknum og sölu á treyjunni rennur í sjóðinn.

„Þetta er málefni sem við Framarar eru mjög stoltir af því að styrkja. Vonandi koma sem flestir á völlinn," segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.

Minningarsjóður Bryndísar Klöru var stofnaður til að heiðra og varðveita minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést í kjölfar hnífaárásar á menningarnótt í Reykjavík í ágúst 2024. Bryndís var 17 ára og nýbyrjuð á öðru ári í Verzlunarskóla Ísland.

Leikur Fram og Víkings í Bestu deild kvenna á miðvikudag verður einnig styrktarleikur fyrir minningarsjóðinn.



Athugasemdir
banner
banner