Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 18. ágúst 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tom Brady vill semja við fyrrum landsliðsmann
Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birmingham City hefur áhuga á Alex Oxlade-Chamberlain en þetta kemur fram á Sky Sports.

Oxlade-Chamberlain er á mála hjá Besiktas en tyrkneska félagið er tilbúið að leyfa honum að fara á frjálsri sölu. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum.

Birmingham vonast til að bæta við sig þessum reynslumikla leikmanni þar sem félagið er að stefna á það að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Hinn 32 ára gamli Oxlade-Chamberlain á 35 landsleiki fyrir England en hann gekk í raðir Besiktas frá Liverpool fyrir tveimur árum.

Hann spilaði mikinn fjölda leikja í ensku úrvalsdeildinni fyrir bæði Arsenal og Liverpool.

Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson eru á meðal leikmanna Birmingham en Tom Brady er í eigendahópi félagsins.
Athugasemdir
banner