Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. september 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Juve fjárkúguðu félagið
Mynd: Getty Images
Andrea Agnelli, forseti Juventus, var sendur í eins árs bann og sektaður um 300 þúsund evrur fyrir að gefa miða á leiki Juve til svokallaðra 'ultras' stuðningsmanna félagsins.

Þessir 'ultras' stuðningsmenn eru flokkaðir sem stórhættulegir glæpamenn sem eru þjálfaðir og vopnaðir slagsmálahundar. Í gær handtók lögreglan tólf þeirra vegna gruns um stórfelld skattsvik og peningaþvætti meðal annars.

„Juve var neytt til að mæta kröfum ultras hópsins. Þeir hefðu mætt á leiki og sungið háværa níðsöngva til þess að félagið yrði sektað og stúkunni lokað," sagði Agnelli við saksóknara.

Lögreglan er á hæsta viðvörunarstigi fyrir næsta deildarleik Juventus sem er á heimavelli gegn Verona á laugardaginn.

„Við fylgjumst náið með framvindu mála fyrir næsta leik. Þar mætast tveir stuðningsmannahópar með gjörólíkar skoðanir," segir Giuseppe De Matteis, yfirlögreglustjórinn í Tórínó.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner