lau 18. september 2021 13:26
Aksentije Milisic
England: Toney aðalmaðurinn í sigri Brentford
Wolves 0 - 2 Brentford
0-1 Ivan Toney ('28 , víti)
0-2 Bryan Mbeumo ('34 )
Rautt spjald: Shandon Baptiste, Brentford ('64)

Úlfarnir og Brentford áttust við í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað þar sem nýliðarnir höfðu yfirhöndina.

Fyrsta mark leiksins kom á 28. mínútu en þá skoraði Ivan Toney úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Toney öruggur á punktinum eins og svo oft áður en hann hefur tekið 16 víti á Englandi og skorað úr 15.

Toney skoraði aftur einungis mínútu seinna en VAR dæmdi markið af vegna hendi. Brentford hélt hins vegar áfram að sækja og á 34. mínútu átti Toney flottan sprett sem endaði með góðri sendingu á Bryan Mbeumo sem gat ekki annað en skorað.

Wolves sótti meira í síðari hálfleiknum en án þess að ná að ógna marki gestanna af einhverju viti. Shandon Baptiste fékk rautt spjald á 64. mínútu eftir klaufalegt brot en Brentford liðið var þétt eftir það og gaf fá færi á sér.

Með þessum sigri fer Brentford upp í 9. sæti deildarinnar með átta stig en Wolves er einungis með þrjú stig eftir fimm leiki.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner