banner
   lau 18. september 2021 17:53
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Inter valtaði yfir Bologna - Dzeko gerði tvö mörk
Edin Dzeko skoraði tvö og fagnar hér gegn Bologna
Edin Dzeko skoraði tvö og fagnar hér gegn Bologna
Mynd: EPA
Inter 6 - 1 Bologna
1-0 Lautaro Martinez ('6 )
2-0 Milan Skriniar ('30 )
3-0 Nicolo Barella ('34 )
4-0 Matias Vecino ('54 )
5-0 Edin Dzeko ('63 )
6-0 Edin Dzeko ('68 )
6-1 Arthur Theate ('86 )

Ítalska meistaraliðið Inter kjöldró Bologna, 6-1, er liðin mættust í Seríu A í dag.

Argentínski framherjinn Lautaro Martinez skoraði fyrsta markið á sjöttu mínútu áður en þeir Milan Skriniar og Nicolo Barella bættu við tveimur mörkum áður en hálfleikurinn var úti.

Úrúgvæski miðjumaðurinn Matias Vecino gerði fjórða markið á 54. mínútu og svo bætti Edin Dzeko við tveimur mörkum á fimm mínútna kafla um miðjan síðari hálfleikinn.

Bologna tókst að ná í eitt mark undir lokin er Arthur Theate skoraði en það er Inter sem fagnar stórsigri í dag. Liðið á toppnum með 10 stig eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner