Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 18. september 2022 22:24
Mist Rúnarsdóttir
Agla María: Góðar aðstæður miðað við í Eyjum
Kvenaboltinn
Agla María átti góðan leik fyrir Blika og skoraði tvö mörk
Agla María átti góðan leik fyrir Blika og skoraði tvö mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var náttúrulega mjög mikill vindur og mikil rigning en fyrst og fremst bara gott fyrir okkur að ná í sigur. Það er svolítið síðan að við gerðum það. Það var mjög gott,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Aftureldingu.
Það hellirigndi á leikmenn frá fyrstu til síðustu mínútu auk þess sem vindar blésu kröftuglega yfir Kópavogsvöll.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Afturelding

„Það hafði slatta áhrif. Við höfum nú samt spilað í verra veðri, það var nú bara í Eyjum um daginn. Það var margfalt verra og þetta voru bara góðar aðstæður miðað við það. Það var alveg úrhelli hérna áðan en manni er alveg sama ef maður vinnur. Þá er það bara gott,“ sagði Agla María aðspurð um aðstæður í kvöld.

Blikar höfðu mikla yfirburði í leiknum en mörkin létu á sér standa og komu ekki fyrr en í síðari hálfleiknum. Agla María segir Blika hafa orðið sóknarsinnaðri og lagt áherslu á að halda uppi hraða.

„Við fórum inn í seinni hálfleikinn og reyndum alltaf að fara fram á við og halda uppi tempóinu í leiknum. Mér fannst það svolítið skapa þetta. Með því að halda tempóinu komu mörkin.“

Nú eru aðeins tveir leikir eftir af mótinu og Blikar ætla sér að landa 2. sætinu.

„Við viljum klára þetta eins og menn. Gera þetta professional og klára þetta. Við viljum standa okkur og tryggja þetta annað sæti. Síðan er það bara uppbyggingarfasi fyrir næsta tímabil,“ sagði Agla María um framhaldið en nánar er rætt um hana í spilaranum hér að ofan. Þar segir hún m.a. frá meiðslunum sem héldu henni frá tveimur mikilvægum fótboltavikum.
Athugasemdir
banner
banner