Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 18. september 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
De Zerbi: Hugrekki lykilatriði í okkar leik
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, segir að hugrekki leikmanna sinna hafi verið lykillinn að sigrinum gegn Manchester United. Brighton vann 3-1 sigur á Old Trafford en það var fjórði sigur liðsins í röð gegn United í ensku úrvalsdeildinni.

Brighton tefldi fram byrjunarliði sem kostaði minna en 20 milljónir punda samtals en United eyddi yfir 300 milljónum punda í sitt byrjunarlið.

Danny Welbeck, Pascal Gross og Joao Pedro skoruðu í 3-1 sigri Brighton.

„Ég veit ekki hver vandamál Man Utd eru en ég er með útskýringar á mínu liði. Við erum sífellt að vinna í leikstíl okkar og spilum af hugrekki. Við vörðumst maður á mann allan tímann á Old Trafford og reyndum að halda boltanum í öllum stöðum," sagði De Zerbi.

Brighton er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar og leikur gegn AEK Aþenu í Evrópudeildinni á fimmtudag.

„Fegurð fótboltans liggur í því að minna liðið getur unnið allar stöður. En á meðan ég tel að Brighton sé ekki að verða risalið þá koma þessi úrslit mér ekki á óvart. Gæði leikmanna Brighton eru mikil."
Athugasemdir