Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
   mán 18. september 2023 12:06
Elvar Geir Magnússon
Innslag um Blika - „Þetta eru forréttindi“
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á fimmtudagskvöld leikur Breiðablik sinn fyrsta leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, þegar liðið heimsækir Maccabi Tel Aviv til ísrael. Á sama tíma mætast Zorya Luhansk og Gent í hinum leik riðilsins.

Breiðablik er fyrsta íslenska félagsliðið sem kemst alla leið í aðalkeppni í Evrópukeppnum karla.

Leikurinn úti við Maccabi Tel Aviv verður 38. Evrópuleikur Blikaliðsins frá upphafi.

Breiðablik hefur birt á samfélagsmiðlum sínum sérstakt innslag sem gert var í tilefni af Evrópuárangrinum. Þar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, Höskuld Gunnlaugsson og Andra Rafn Yeoman.

Innslagið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner