Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   mið 18. september 2024 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Skítstressaður um að við þyrftum að skipta um þjálfara"
Haukur er ánægður með hvernig KA og Haddi náðu að snúa genginu við.
Haukur er ánægður með hvernig KA og Haddi náðu að snúa genginu við.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Haukur Heiðar og voru liðsfélagar hjá KA undir lok ferilsins.
Haukur Heiðar og voru liðsfélagar hjá KA undir lok ferilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Náði að snúa skútunni við.
Náði að snúa skútunni við.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bikarúrslitaleikurinn leggst vel í mig, mér líst vel á liðið eins og það er að spila. Við erum búnir að stíga upp allavega frá mjög slæmri byrjun," sagði Haukur Heiðar Hauksson, fyrrum fyrirliði KA, í viðtali við Fótbolta.net í gær. Viðtalið má nálgast í spilaranum neðst.

KA er á leið í bikarúrslitaleik gegn Víkingi á laugardag, annað árið í röð.

„Bikarúrslitaleikir eru alltaf 50-50 fyrir fram, auðvitað eru Víkingar samt mjög sterkir. Mínir menn eru að stíga upp, eru með sjóðandi heitan framherja og ég held þetta geti orðið jafn og skemmtilegur leikur. Ég hef mikla trú á mínum mönnum, finnst menn í liðinu vera að stíga upp og Haddi er að standa sig mjög vel."

Var orðinn skítstressaður
Eins og Haukur nefndi byrjaði KA liðið Íslandsmótið illa. Liðið var með fimm stig á botni deildarinnar eftir tíu fyrstu leikina en náði heldur betur að spyrna sér af botninum og tapaði ekki í næstu tíu deildarleikjum. Og talandi um Hadda, Hallgrím Jónasson, þá óttaðist Haukur að það þyrfti að gera þjálfarabreytingu í sumar.

„Ég var satt að segja orðinn skítstressaður þarna á tímabili með hvernig þetta var að spilast. Haddi er góður vinur minn, en ég var samt farinn að hafa áhyggjur af því að við þyrftum að breyta til. En sem betur fer náði hann að snúa þessu við og liðið hefur litið mjög vel út núna. Mér þykir leitt að segja það að ég var svona farinn að íhuga hvort við þyrftum hreinlega að skipta um þjálfara. Ég hef fulla trú á Hadda sem þjálfara, hann er að stíga vel upp og gera vel finnst mér."

„Það var geðveikt að sjá liðið ná að snúa gengingu við, og mikilvægt. Við erum margir sem förum á alla leiki og styðjum vel við liðið. Við vorum orðnir hræddir um að þetta væri að fara á versta veg."

„Ég er ánægður með hvernig Haddi höndlaði hlutina og mér finnst hann hafa sýnt í sumar að hann getur þjálfað lið á þessu getustigi. Ég er mjög ánægður með hvernig hann fór í gegnum þetta,"
sagði Haukur.
Haukur Heiðar - Bikarúrslit, Deano og Alexander Isak
Athugasemdir
banner
banner