Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   þri 17. september 2024 22:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grenivík
KA undirbýr sig fyrir bikarúrslitin á Grenivík
Snjór í fjöllum, en það var nokkuð hlýtt fyrir norðan í dag.
Snjór í fjöllum, en það var nokkuð hlýtt fyrir norðan í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
KA spilar til úrslita í Mjólkurbikarnum á laugardag. Annað árið í röð mætir KA liði Víkings í úrslitaleiknum, en í fyrra vann Víkingur 3-1 sigur.

KA undirbýr sig fyrir leikinn með því að æfa á Grenivíkurvelli. Liðið æfði þar í dag og mun æfa þar aftur á morgun.

Úrslitaleikurinn fer auðvitað fram á Laugardalsvelli sem er grasvöllur en Greifavöllurinn, heimavöllur KA, er gervigrasvöllur.

KA hefur fyrr í sumar brugðið á það ráð að æfa utan Akureyrar fyrir leik á grasi; liðið æfði á Hrafnagili fyrir leikinn gegn KR á Meistaravöllum sem var fyrsti grasleikur Norðanmanna í sumar.

Það er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að grasvöllum á Akureyri, VÍS-völlurinn, heimavöllur Þórs, hefur átt betri ár og næstu grasvellir eru fyrir utan bæjarmörkin. Það eru um 30 km frá Akureyri til Grenivíkur.

Allir leikmenn KA tóku þátt í æfingunni í dag. Bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 16:00 á laugardag.
Haukur Heiðar - Bikarúrslit, Deano og Alexander Isak
Athugasemdir
banner
banner