Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   mið 18. september 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grenivík
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Hrannar Björn
Hrannar Björn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Held það muni gera okkur mjög gott að hafa tekið þátt í þessum leik í fyrra'
'Held það muni gera okkur mjög gott að hafa tekið þátt í þessum leik í fyrra'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA mætir á laugardag Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Norðanmenn æfðu í gær á Grenivíkurvelli og gera það aftur í dag.

„Leikurinn leggst að sjálfsögðu frábærlega í mig, það væri skrítið að segja annað þegar það eru (þrír) dagar í leik," sagði Hrannar Björn Steingrímsson við Fótbolta.net eftir æfinguna í gær.

Liðin mættust í úrslitaleik keppninar í fyrra og KA menn taka talsvert úr þeim leik með sér inn í leikinn á laugardaginn.

„Ég myndi segja það og mér finnst andinn í hópnum vera þannig, 98% af liðinu hefur gert þetta áður. Maður fann aðeins í fyrra að þetta var kannski ósjálfrátt meiri upplifun heldur en keppni þar sem menn voru að gera þetta í fyrsta skiptið margir hverjir. Ég held það muni gera okkur mjög gott að hafa tekið þátt í þessum leik í fyrra. Auðvitað töpuðum við þá, en ég held að menn komi tilbúnari og ennþá ákveðnari í að klára þetta núna."

KA vissi fyrir síðasta deildarleik að liðið gæti ekki komið sér í efri helming Bestu deildarinnar fyrir tvískiptingu. Hrannar var því spurður hvort að leikurinn gegn ÍA um síðustu helgi hafi verið notaður sem undirbúningsleikur fyrir bikarúrslitin.

„Það er ekkert leyndarmál að hugurinn fer kannski ósjálfrátt í átt að þessum úrslitaleik, sérstaklega eftir að við áttum ekki lengur mögulega á topp sex. Sem er kannski eðlilegt. Það er ekkert að brjálað miklu að keppa í deildinni og einhverjar áherslur í leiknum gegn ÍA sem munu kannski koma til með að nýtast okkur á laugardaginn."

Langar fyrst og fremst að vinna titil með KA
Það er bikarmeistaratitill undir á laugardag, en fyrir KA er líka Evrópusæti í boði.

„Já, það er auðvitað miklu meira en bara einhver titill undir, en mig langar fyrst og fremst bara að vinna titil með KA, það er ekkert flókið. Sigur tryggir okkur Evrópukeppni á næsta ári. Þá er þetta tímabil, sem allir töluðu um í byrjun júlí um sem martraðartímabil, orðið að mjög fínu tímabili. Það er fullt undir á laugardaginn og það væri ekki leiðinlegt að taka annað ár á næsta ári eins og síðasta sumar; fara í Evrópukeppni og kannski komast eitthvað áfram og spila á einhverju stærra sviði. Það væri gaman," sagði Hrannar.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir