Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 18. september 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grenivík
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Hrannar Björn
Hrannar Björn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Held það muni gera okkur mjög gott að hafa tekið þátt í þessum leik í fyrra'
'Held það muni gera okkur mjög gott að hafa tekið þátt í þessum leik í fyrra'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA mætir á laugardag Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Norðanmenn æfðu í gær á Grenivíkurvelli og gera það aftur í dag.

„Leikurinn leggst að sjálfsögðu frábærlega í mig, það væri skrítið að segja annað þegar það eru (þrír) dagar í leik," sagði Hrannar Björn Steingrímsson við Fótbolta.net eftir æfinguna í gær.

Liðin mættust í úrslitaleik keppninar í fyrra og KA menn taka talsvert úr þeim leik með sér inn í leikinn á laugardaginn.

„Ég myndi segja það og mér finnst andinn í hópnum vera þannig, 98% af liðinu hefur gert þetta áður. Maður fann aðeins í fyrra að þetta var kannski ósjálfrátt meiri upplifun heldur en keppni þar sem menn voru að gera þetta í fyrsta skiptið margir hverjir. Ég held það muni gera okkur mjög gott að hafa tekið þátt í þessum leik í fyrra. Auðvitað töpuðum við þá, en ég held að menn komi tilbúnari og ennþá ákveðnari í að klára þetta núna."

KA vissi fyrir síðasta deildarleik að liðið gæti ekki komið sér í efri helming Bestu deildarinnar fyrir tvískiptingu. Hrannar var því spurður hvort að leikurinn gegn ÍA um síðustu helgi hafi verið notaður sem undirbúningsleikur fyrir bikarúrslitin.

„Það er ekkert leyndarmál að hugurinn fer kannski ósjálfrátt í átt að þessum úrslitaleik, sérstaklega eftir að við áttum ekki lengur mögulega á topp sex. Sem er kannski eðlilegt. Það er ekkert að brjálað miklu að keppa í deildinni og einhverjar áherslur í leiknum gegn ÍA sem munu kannski koma til með að nýtast okkur á laugardaginn."

Langar fyrst og fremst að vinna titil með KA
Það er bikarmeistaratitill undir á laugardag, en fyrir KA er líka Evrópusæti í boði.

„Já, það er auðvitað miklu meira en bara einhver titill undir, en mig langar fyrst og fremst bara að vinna titil með KA, það er ekkert flókið. Sigur tryggir okkur Evrópukeppni á næsta ári. Þá er þetta tímabil, sem allir töluðu um í byrjun júlí um sem martraðartímabil, orðið að mjög fínu tímabili. Það er fullt undir á laugardaginn og það væri ekki leiðinlegt að taka annað ár á næsta ári eins og síðasta sumar; fara í Evrópukeppni og kannski komast eitthvað áfram og spila á einhverju stærra sviði. Það væri gaman," sagði Hrannar.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner