Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. október 2021 10:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selma Sól kölluð inn fyrir Elínu Mettu
Icelandair
Selma í landsleik árið 2018.
Selma í landsleik árið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðshópnum en hann kemur saman í dag og liðið undirbýr sig fyrir leiki gegn Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM.

Elín Metta Jensen mun ekki taka þátt í verkefninu og Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, kemur inn í hópinn í hennar stað. Þetta hefur KSÍ ekki staðfest á þessum tímapunkti en Fótbolti.net hefur þetta eftir öruggum heimildum.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, sagði á fréttamannafundi fyrir rúmri viku að Elín Metta Jensen væri tæp og að lokaákvörðun með hana yrði tekin í framhaldinu.

„Svo kemur Elín Metta inn. Það er með þeim formerkjum að Elín Metta er smá meidd. Við vonumst eftir að hún verði klár en endanlega ákvörðun verður tekin með hana í lok næstu viku," sagði Steini á fimmtudag fyrir rúmri viku síðan.

Elín Metta er ekki klár í slaginn vegna meiðsla og því er Selma Sól kölluð inn. Selma er 23 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur spilað fjórtán landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Síðast spilaði Selma með landsliðinu í apríl 2019.

Uppfært 11:06: KSÍ staðfesti tíðindin rétt í þessu.



Hópurinn:
Sandra Sigurðardóttir - Valur - 37 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Örebro - 3 leikir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik - 3 leikir
Elísa Viðarsdóttir - Valur - 40 leikir
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 11 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 94 leikir, 6 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 38 leikir
Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 11 leikir
Sif Atladóttir - Kristianstads DFF - 82 leikir
Hallbera Guðný Gísladóttir - AIK - 120 leikir, 3 mörk
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 93 leikir, 30 mörk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 81 leikur, 11 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 15 leikir, 2 mörk
Karitas Tómasdóttir - Breiðablik - 5 leikir
Berglind Rós Ágústsdóttir - Örebro - 3 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 8 leikir, 3 mörk
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Hammarby - 53 leikir, 7 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Breiðablik - 14 leikir, 1 mark
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 38 leikir, 3 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - Kristianstads DFF - 9 leikir, 2 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir - Bordeaux - 26 leikir, 1 mark
Amanda Jacobsen Andradóttir - Valerenga - 1 leikur
Athugasemdir
banner
banner