Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. nóvember 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sólveig til Örebro (Staðfest) - Berglind Rós yfirgefur félagið
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen.
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur yfirgefið herbúðir Vals og er búin að semja við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro.

Hún gerir samning í Svíþjóð til ársins 2024.

Sólveig, sem er 21 árs gömul, spilaði nokkuð mikilvægt hlutverk í liði Íslands- og bikarmeistara Vals í sumar. Byrjaði hún flesta leiki liðsins í seinni hlutanum á tímabilinu.

„Ég hef átt þann draum að fara í atvinnumennsku frá því ég var barn. Ég er mjög þakklát fyrir tækifærið," segir Sólveig við heimasíðu Örebro.

Þá hefur það verið tilkynnt að Berglind Rós Ágústsdóttir sé búin að yfirgefa félagið. Berglind, sem er 27 ára miðjumaður, lék alla 26 leiki Örebro í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skoraði hún fimm mörk.

Það verður fróðlegt að sjá hvað Berglind gerir. Miðað við tímabilið sem hún átti með Örebro þá getur hún klárlega leikið áfram erlendis.
Athugasemdir
banner
banner
banner