Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. janúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aubameyang: Gabi verður stórstjarna
Martinelli faðmar Aubameyang.
Martinelli faðmar Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Gabriel Martinelli hefur komið flottur inn í lið Arsenal á þessu tímabili.

Þessi 18 ára gamli brasilíski framherji var keyptur til Arsenal síðasta sumar frá frá Ituano í Brasilíu. Kaupverðið var um 6 milljónir punda.

Á þessu tímabili hefur hann gert átta mörk í 19 leikjum í öllum keppnum. Hann skoraði sitt annað úrvalsdeildarmark í gær er hann skoraði í 1-1 jafnteflinu gegn Sheffield United.

Pierre-Emerick Aubameyang er í leikbanni og tók því ekki þátt í leiknum gegn Sheffield United. Hann var á Twitter á meðan á leiknum stóð og hrósaði þar Martinelli.

„Gabi verður stórstjarna," skrifaði sóknarmaðurinn frá Gabon. „Ekki vegna marksins, heldur út af viðhorfi hans, orku og hugarfari."

Tíst Aubameyang er hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner