Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. janúar 2020 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Jaclyn Poucel á leið aftur til ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
ÍA lagði Grindavík að velli í Fótbolta.net mótinu í gær og var leikurinn sýndur beint á YouTube rás ÍATV.

Í útsendingunni sögðu lýsendur frá því að Jaclyn Poucel sé að ganga í raðir kvennaliðs ÍA eftir næstum fjögurra ára fjarveru frá íslenska boltanum. Hún lék með ÍA í Pepsi-deildinni sumarið 2016.

Jaclyn er 26 ára varnarmaður frá Bandaríkjunum sem var fyrirliði háskólaliðs Pittsburgh og hefur leikið fyrir Boston Breakers, NiceFutis í Finnlandi og Celtic í Skotlandi.

Jaclyn er annar leikmaðurinn sem kvennalið ÍA bætir við sig eftir að hafa fengið Janet Egyir, landsliðskonu Gana, frá Aftureldingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner