Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. janúar 2020 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford verið að spila í gegnum sársauka - Frá í 2-3 mánuði
Mynd: Getty Images
Manchester United var að tapa 2-0 gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd var án Marcus Rashford, Paul Pogba og Scott McTominay, þriggja lykilmanna, í leiknum.

Pogba og McTominay hafa verið að glíma við meiðsli núna í nokkurn tíma, en Rashford gat ekki tekið þátt í dag eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Úlfunum í bikarnum í síðustu viku.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, sagði fyrir leikinn gegn Liverpool að Rashford yrði frá í nokkrar vikur. Hinn virti íþróttafréttamaður Henry Winter segir frá því á Twitter að Rashford verði frá 2-3 mánuði.

Winter segir að Rashford hafi verið meiddur í baki í dágóðan tíma, en hann hafi spilað í gegnum sársaukann. Meiðslin hafi svo stigmagnast gegn Úlfunum.

Ökklameiðsli hafi líka verið að hrjá hann.

Jamie O'Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, skrifar undir tíst Winter að hann hafi glímt við svipuð meiðsli eitt sinn. Hann skrifar: „Ég þurfti að fara í aðgerð og fá tvær skrúfur í bakið. Þú getur spilað með því að fá sprautur. Mjög lélegt hjá læknateymi Man Utd."

Rashford hefur verið frábær í liði Man Utd á þessu tímabili og ljóst að hans verður sárt saknað.


Athugasemdir
banner
banner