Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 19. janúar 2021 18:40
Aksentije Milisic
Klaas-Jan Huntelaar til Schalke (Staðfest)
Hinn 37 ára gamli Klaas-Jan Huntelaar hefur gengið til liðs við Schalke 04 frá Ajax.

Huntelaar verður hjá Schalke út tímabilið hið minnsta en hann lék með liðinu í sjö ár þar sem hann spilaði 175 leiki og skoraði 82 mörk.

Huntelaar hefur spilaði með Ajax frá árinu 2017 en þangað fór hann frá Schalke. Undanfarið hefur hann mikið verið á varamannbekknum en hann er með flotta tölfræði hjá Ajax.

Á rúmum þremur árum hefur hann spilað 85 leiki fyrir hollensku meistarana og skorað 45 mörk. Þá á þessi reynslumikli leikmaður 76 leiki að baki með landsliði Hollands.


Athugasemdir
banner