fös 19. febrúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Völsungur fær þrjá leikmenn (Staðfest)
Kristófer Leví Sigtryggsson
Kristófer Leví Sigtryggsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Völsungur hefur fengið þrjá nýja leikmenn til liðs við sig fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.

Markvörðurinn Kristófer Leví Sigtryggsson kemur á láni frá Fylki. Hinn tvítugi Kristófer Leví spilaði tvo leiki í Pepsi Max-deildinni með Fylki árið 2019 en í fyrra lék hann þrjá leiki á láni hjá ÍR.

Kristófer Leví á að leysa Inle Valdes af hólmi en hann hefur varið mark Völsungs undanfarin tvö ár.

Kantmaðurinn Kifah Moussa Mourad kemur frá Leikni Fáskrúðsfirði. Kifah er tvítugur en hann spilaði 17 leiki í Lengjudeildinni í fyrra

Árni Fjalar Óskarsson, 18 ára varnarmaður, kemur síðan til Völsungs frá Einherja en hann á að baki 37 leiki í 3. deildinni á ferlinum.
Athugasemdir
banner