Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 19. febrúar 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle vill rúmlega 20 milljónir punda fyrir Ashworth
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Newcastle United sé ekki tilbúið til að hleypa Dan Ashworth burt frá félaginu án þess að veglegar skaðabætur, en Manchester United vill ráða hann til sín.

Ashworth er sagður vera afar áhugasamur um að skipta til Manchester og hefur hann greint stjórnendum Newcastle frá því að hann vilji skipta um félag.

Newcastle brást við með að senda hann í leyfi en vill þó ekki leyfa honum að yfirgefa félagið fyrir minna heldur en 20 milljónir punda.

Ashworth, 52 ára, er samningsbundinn Newcastle þar til í júní 2026 en hann hefur aðeins verið hjá félaginu í tvö ár, eftir að hafa starfað hjá West Bromwich Albion, enska knattspyrnusambandinu og Brighton á ferlinum.
Athugasemdir
banner