Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
banner
   mið 19. febrúar 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bellingham í tveggja leikja bann
Mynd: EPA
Jude Bellingham var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann í spænsku deildinni. Enski miðjumaðurinn fékk rauða spjaldið í leiknum gegn Osasuna um helgina.

Dómari leiksins rak hann af velli fyrir munnsöfnuð. Því hefur verið haldið fram að Bellingaham hafi sagt 'fuck you' við dómarann.

Í kjölfarið kom það út frá hlið Real Madrid að Bellingham hefði sagt 'fuck off' en ekki 'fuck you'. Þótt það sé ekki fallegt orðalag þá er 'fuck off' talsvert vægara í hita leiksins.

Bellingham er ekki í banni í kvöld þegar Real Madrid tekur á móti Manchester City í Meistaradeildinni.

Leikirnir sem Bellingham missir af eru gegn Girona og Real Betis. Real Madrid er í harðri toppbaráttu við Atletico Madrid og Barcelona.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 16 11 3 2 32 15 +17 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Espanyol 15 8 3 4 19 16 +3 27
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Celta 15 4 7 4 18 19 -1 19
11 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
12 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
13 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
14 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
15 Osasuna 15 4 3 8 14 18 -4 15
16 Valencia 15 3 6 6 14 23 -9 15
17 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
18 Girona 15 2 6 7 13 29 -16 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 15 2 3 10 16 28 -12 9
Athugasemdir
banner