Chelsea og Everton gerðu jafntefli í fjögurra marka leik í gær í ensku úrvalsdeildinni en Chelsea komst tvívegis í forystu.
Joao Felix kom Chelsea yfir með marki í fyrri hálfleik en Abdoulaye Doucoure jafnað metin eftir fast leikatriði. Chelsea fékk vítaspyrnu á 76. mínútu og fékk Þjóðverjinn Kai Havertz það verkefni að taka vítaspyrnuna.
Jordan Pickford, markvörður Everton, reyndi að taka Havertz á taugum fyrir vítaspyrnuna ásamt Seamus Coleman. Vítaspyrnan var lengi í framkvæmd því VAR þurfti að skoða brotið aftur og vera viss um að dómurinn væri réttur.
Havertz skoraði af miklu öryggi á punktinum og fagnaði með því að gera grín að Pickford. Hann sýndi látbragð þar sem hann á meðal annars ullaði á Englendinginn í markinu. Mynd af þessu hlægilega atviki má sjá hér neðst í fréttinni.