Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 09:00
Aksentije Milisic
Conte útskýrir hvað hefur breyst hjá Eriksen
Eftir markið gegn AC.
Eftir markið gegn AC.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen er orðinn lykilleikmaður hjá Inter Milan en liðið situr í efsta sæti Serie A deildarinnar.

Inter er með níu stiga forystu á granna sína í AC Milan og virðist fátt ætla koma í veg fyrir það að liðinu takist að vinna þann stóra.

Christian Eriksen hefur verið að spila mjög vel upp á síðkastið og er orðinn fastamaður í byrjunarliði Antonio Conte.

Eriksen byrjaði ekki vel hjá Inter. Hann fékk mjög fáar mínútur undir stjórn Conte til að byrja með og var mikið rætt og ritað um það hvort að félagið ætlaði sér hreinlega að selja Danann í janúar glugganum síðasta.

Það breyttist hins vegar allt hjá Eriksen þegar hann kom inn af bekknum og tryggði Inter sigur á AC Milan með marki úr aukaspyrnu í ítalska bikarnum í janúar mánuði á þessu ári.

Eftir það mark fór hann að fá fleiri tækifæri og eins og áður segir er hann nú fastamaður í byrjunarliðinu.

„Hlutirnir breyttust þegar ég hafði meiri tíma til að vinna með honum. Ég þurfti að fá hann til að skilja að í fótbolta er spilaður sóknarleikur og varnarleikur. Það tók hann tíma að aðlagast taktíska leiknum sem við spilum hér á Ítalíu," sagði Conte.

„Við reyndum eins og við gátum að hjálpa honum og gáfum honum mismunandi hlutverk. Hann er orðinn mun ákveðnaðir og er að spila af ákefð. Það hjálpar honum og öllu liðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner