Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. apríl 2021 12:07
Elvar Geir Magnússon
Herrera: Elska fótbolta og vil ekki sjá þessa Ofurdeild
Ander Herrera.
Ander Herrera.
Mynd: Getty Images
Ander Herrera, miðjumaður Paris Saint-Germain, segist hafa séð sig tilneyddan til að tjá sig um þau áform að stofna nýja Ofurdeild Evrópu.

Herrera er 31 árs og gekk í raðir PSG frá Manchester United árið 2019 eftir fimm ár í enska boltanum.

Herrera setti inn færslu á Twitter þar sem hann segist hafa byrjað að elska fótboltann í þeirri mynd að hann sé byggður fyrir stuðningsmennina.

Herrera er fæddur í Bilbao og segist hafa alist upp við þann draum að hans lið gæti unnið sér það inn að spila gegn bestu liðum Evrópu. Þannig draumar hverfi með nýrri Ofurdeild þar sem stærstu liðin eigi föst sæti og spili við hvert annað.

„Ég trúi á bætta Meistaradeild en ekki á að þeir ríku steli því sem fólkið skapaði, sem er fallegasta íþrótt jarðarinnar," segir Herrera.

Mesut Özil hefur einnig stigið fram á Twitter og lýst því yfir að hann sé mótfallinn Ofurdeildinni. „Gleðin varðandi stórleikina er að þeir eru bara einu sinni eða tvisvar á ári, ekki í hverri viku," segir Özil.


Athugasemdir
banner
banner