Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. apríl 2021 10:20
Magnús Már Einarsson
Svona á nýja Ofurdeildin að vera
Real Madrid og Manchester City verða í nýju Ofurdeildinni.
Real Madrid og Manchester City verða í nýju Ofurdeildinni.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Tottenham eru á meðal liða í deildinni.
Liverpool og Tottenham eru á meðal liða í deildinni.
Mynd: Getty Images
Óhætt er að segja að fótboltaaðdáendur út um allan heim hafi látið reiði sína í ljós undanfarin sólarhring eftir að tólf félög í Evrópu tilkynntu að þau ætli að stofna nýja Ofurdeild.

Félögin vilja keyra á að byrja keppni í Ofurdeildinni strax í ágúst á þessu ári en viðkomandi félög hætta þá í Meistaradeildinni.

FIFA og UEFA hafa sagt að leikmenn sem spili í Ofurdeildinni geti ekki spilað landsleiki og deildarkeppnir liðanna hafa einnig mótmælt harðlega. En hvernig á þessi nýja Ofurdeild að virka?

Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, AC Milan, Atletico Madrid, Barcelona, Inter Milan, Juventus og Real Madrid eru félögin tólf sem hafa stofnað deildina.

Þrjú ónefnd félög eru einnig í viðræðum um að bætast við hópinn. Deildin á að vera fyrir 20 lið og því verða fimm sæti laus fyrir lið sem geta tryggt sér þátttökurétt á hverju ári með góðum árangri í deildarkeppni í heimalandinu.

Liðin tuttugu myndu fara í tvo tíu liða riðla þar sem leikið yrði bæði heima og að heiman í miðri viku.

Þrjú efstu liðin í hvorum riðli fara beint í 8-liða úrslit en liðin í fjórða og fimmta sæti spila heima og að heiman um síðustu tvö sætin.

Eftir það tæki við fyrirkomulag sem þekkist úr Meistaradeildinni en spilað verður þá heima og að heiman í 8-liða úrslitum og undanúrslitum áður en kemur að sjálfum úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner