Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
   lau 19. apríl 2025 19:37
Brynjar Óli Ágústsson
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er alltaf vonbrigði að tapa, það er bara einn möguleiki í bikarnum og við erum úr leik,'' segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 1-0 tap gegn Fram í 32-úrslit Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 FH

„Ótrúlegt að við náðum ekki að skora markið í seinni hálfleik og jafna þennan leik en við reyndum og héldum áfram allan tímann en gekk ekki.''

Mathias fékk á sig klaufalegt mark gegn Fram þegar hann ætlar að grípa á móti bolta, en misreiknar sig.

„Já markið var klaufalegt og í öllum þessum leikjum sem við höfum spilað, þessum þrem leikjum, þá höfum við verið að fá klaufaleg mörk á okkur og við þurfum bara að loka á það ef við ætlum að komast eitthvað áfram.''

Hvernig fannst þér þessi vítadómur sem þið fenguð á ykkur?

„Það var náttúrulega bara tóm þvæla og aldrei víti. Ég á eftir að sjá það aftur, en mér sýndist nú markið sem Flóki var dæmdur rangstæður ekki vera rangstaða en ég ætla ekki að sverja fyrir það. Þegar leikurinn byrjaði þá var hann frábærlega dæmdur, þangað til að hann ákvað að dæma þetta víti og eftir það þá missti hann bara tökin á leiknum og þetta endaði bara í mikið af röngum dómum.''

FH missa af Evrópu sæti gegnum bikarinn og hafa byrjað illa í fyrstu tvem leikjum sínum í Bestu deildinni.

„Það er nóg eftir. Það eru nú bara tveir leikir búnir og tuttugu eftir áður en það kemur að skiptingu og við þurfum bara að sleikja sárin og halda áfram.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner