Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   lau 19. apríl 2025 19:37
Brynjar Óli Ágústsson
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er alltaf vonbrigði að tapa, það er bara einn möguleiki í bikarnum og við erum úr leik,'' segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 1-0 tap gegn Fram í 32-úrslit Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 FH

„Ótrúlegt að við náðum ekki að skora markið í seinni hálfleik og jafna þennan leik en við reyndum og héldum áfram allan tímann en gekk ekki.''

Mathias fékk á sig klaufalegt mark gegn Fram þegar hann ætlar að grípa á móti bolta, en misreiknar sig.

„Já markið var klaufalegt og í öllum þessum leikjum sem við höfum spilað, þessum þrem leikjum, þá höfum við verið að fá klaufaleg mörk á okkur og við þurfum bara að loka á það ef við ætlum að komast eitthvað áfram.''

Hvernig fannst þér þessi vítadómur sem þið fenguð á ykkur?

„Það var náttúrulega bara tóm þvæla og aldrei víti. Ég á eftir að sjá það aftur, en mér sýndist nú markið sem Flóki var dæmdur rangstæður ekki vera rangstaða en ég ætla ekki að sverja fyrir það. Þegar leikurinn byrjaði þá var hann frábærlega dæmdur, þangað til að hann ákvað að dæma þetta víti og eftir það þá missti hann bara tökin á leiknum og þetta endaði bara í mikið af röngum dómum.''

FH missa af Evrópu sæti gegnum bikarinn og hafa byrjað illa í fyrstu tvem leikjum sínum í Bestu deildinni.

„Það er nóg eftir. Það eru nú bara tveir leikir búnir og tuttugu eftir áður en það kemur að skiptingu og við þurfum bara að sleikja sárin og halda áfram.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner