Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 19. apríl 2025 19:37
Brynjar Óli Ágústsson
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er alltaf vonbrigði að tapa, það er bara einn möguleiki í bikarnum og við erum úr leik,'' segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 1-0 tap gegn Fram í 32-úrslit Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 FH

„Ótrúlegt að við náðum ekki að skora markið í seinni hálfleik og jafna þennan leik en við reyndum og héldum áfram allan tímann en gekk ekki.''

Mathias fékk á sig klaufalegt mark gegn Fram þegar hann ætlar að grípa á móti bolta, en misreiknar sig.

„Já markið var klaufalegt og í öllum þessum leikjum sem við höfum spilað, þessum þrem leikjum, þá höfum við verið að fá klaufaleg mörk á okkur og við þurfum bara að loka á það ef við ætlum að komast eitthvað áfram.''

Hvernig fannst þér þessi vítadómur sem þið fenguð á ykkur?

„Það var náttúrulega bara tóm þvæla og aldrei víti. Ég á eftir að sjá það aftur, en mér sýndist nú markið sem Flóki var dæmdur rangstæður ekki vera rangstaða en ég ætla ekki að sverja fyrir það. Þegar leikurinn byrjaði þá var hann frábærlega dæmdur, þangað til að hann ákvað að dæma þetta víti og eftir það þá missti hann bara tökin á leiknum og þetta endaði bara í mikið af röngum dómum.''

FH missa af Evrópu sæti gegnum bikarinn og hafa byrjað illa í fyrstu tvem leikjum sínum í Bestu deildinni.

„Það er nóg eftir. Það eru nú bara tveir leikir búnir og tuttugu eftir áður en það kemur að skiptingu og við þurfum bara að sleikja sárin og halda áfram.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner