Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Konsa frá í nokkra mánuði - Martinez tæpur
Ezri Konsa
Ezri Konsa
Mynd: EPA
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, greindi frá því á blaðamannafundi í gær að Ezri Konsa, varnarmaður liðsins, myndi ekki spila meira með liðinu á þessu tímabili.

Konsa, sem er 24 ára, hefur átt fast sæti í vörn Aston Villa með Tyrone Mings.

Enski varnarmaðurinn meiddist á hné í 1-1 jafntefli liðsins gegn Crystal Palace á dögunum. Það er gert ráð fyrir því að hann verði frá allt undirbúningstímabilið og snýr því ekki aftur fyrr en í ágúst.

Argentínski markvörðurinn Emiliano Martinez er þá tæpur fyrir síðustu tvo leikina eftir að hann fékk högg á æfingu en Gerrard býst þó við því að hann verði klár fyrir leikina.

Villa mætir Burnley í kvöld á Villa Park en gestirnir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á meðan sæti Villa er öruggt. Villa spilar þá við Manchester City í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner