Klukkan 18:00 í kvöld mætast kvennalandslið Íslands og Möltu á Laugardalsvelli. Íslenska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðli sínum þegar fjórir leikir eru eftir hjá liðinu. Allir þeir leikir eru á heimavelli og markar þessi leikur gegn Möltu upphafið af þessari heimaleikjahrinu.
Stelpurnar voru að koma frá Danmörku þar sem þær gerðu jafntefli gegn heimastúlkum en landslið Möltu lék gegn Serbum á laugardag og biðu þar lægri hlut, 5-0. Íslenska liðið vann öruggan sigur á Möltu þegar þessar þjóðir mættust ytra fyrr á árinu og eru staðráðnar í því að fylgja því eftir á heimavelli.
Stelpurnar voru að koma frá Danmörku þar sem þær gerðu jafntefli gegn heimastúlkum en landslið Möltu lék gegn Serbum á laugardag og biðu þar lægri hlut, 5-0. Íslenska liðið vann öruggan sigur á Möltu þegar þessar þjóðir mættust ytra fyrr á árinu og eru staðráðnar í því að fylgja því eftir á heimavelli.
„Við erum að fara að fá leik þar sem við verðum meira með boltann. Það eru talsvert meiri gæði í okkar liði en því maltneska. Það er enginn feluleikur með það. Blaðamennirnir myndu kalla þetta skyldusigur en við verðum að vera með höfuðið í lagi," segir Freyr Alexandersson.
„Ég vil góða frammistöðu og gæði og eins góðan fótbolta og við getum spilað gegn svona liði."
Athugasemdir
























