Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 19. júní 2017 22:28
Elvar Geir Magnússon
Milos: Dómarinn væntanlega ekki með 20x zoom linsu
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Mér finnst að allt sem dómarinn dæmir eigi að standa og hann segir víti," sagði Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli við KR í kvöld en KR jafnaði á flautumarki úr vítaspyrnu í lokin. Vítið var dæmt eftir að Gunnleifur Gunnleifsson braut á Guðmundi Andra Tryggvasyni.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

„Ég þarf að sjá hvort þetta var víti eða ekki, mér fannst þetta soft og engin snerting. Mér fannst það af því sem ég sá, ég sé kannski ekki vel. Aðaldómari leiksins stóð ekki þannig að hann gæti séð þetta nema hann sé með linsur sem zooma 20x fyrir hann. Væntanlega er hann ekki með það," bætti hann við.

„Annars átti leikurinn ekki að ráðast á síðustu stundu. Við áttum næg færi til að ganga frá leiknum og vera skynsamari í seinni hálfleik. Þá hættum við að spila okkar leik og lúðruðum boltanum fram og biðum eftir löngum boltum aftur og aftur. Það hlyti að detta eitthvað. Ég er svekktur með að ein varnarfærsla í lokin klikkar og maður sleppur í gegn og vítaspyrna."

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu að ofan en hann segir að liðið hafi spilað eins og börn í leiknum.

Athugasemdir
banner
banner