Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mán 19. júní 2017 22:28
Elvar Geir Magnússon
Milos: Dómarinn væntanlega ekki með 20x zoom linsu
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Mér finnst að allt sem dómarinn dæmir eigi að standa og hann segir víti," sagði Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli við KR í kvöld en KR jafnaði á flautumarki úr vítaspyrnu í lokin. Vítið var dæmt eftir að Gunnleifur Gunnleifsson braut á Guðmundi Andra Tryggvasyni.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

„Ég þarf að sjá hvort þetta var víti eða ekki, mér fannst þetta soft og engin snerting. Mér fannst það af því sem ég sá, ég sé kannski ekki vel. Aðaldómari leiksins stóð ekki þannig að hann gæti séð þetta nema hann sé með linsur sem zooma 20x fyrir hann. Væntanlega er hann ekki með það," bætti hann við.

„Annars átti leikurinn ekki að ráðast á síðustu stundu. Við áttum næg færi til að ganga frá leiknum og vera skynsamari í seinni hálfleik. Þá hættum við að spila okkar leik og lúðruðum boltanum fram og biðum eftir löngum boltum aftur og aftur. Það hlyti að detta eitthvað. Ég er svekktur með að ein varnarfærsla í lokin klikkar og maður sleppur í gegn og vítaspyrna."

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu að ofan en hann segir að liðið hafi spilað eins og börn í leiknum.

Athugasemdir
banner