Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 19. júní 2017 22:28
Elvar Geir Magnússon
Milos: Dómarinn væntanlega ekki með 20x zoom linsu
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Mér finnst að allt sem dómarinn dæmir eigi að standa og hann segir víti," sagði Milos Milojevic þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli við KR í kvöld en KR jafnaði á flautumarki úr vítaspyrnu í lokin. Vítið var dæmt eftir að Gunnleifur Gunnleifsson braut á Guðmundi Andra Tryggvasyni.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Breiðablik

„Ég þarf að sjá hvort þetta var víti eða ekki, mér fannst þetta soft og engin snerting. Mér fannst það af því sem ég sá, ég sé kannski ekki vel. Aðaldómari leiksins stóð ekki þannig að hann gæti séð þetta nema hann sé með linsur sem zooma 20x fyrir hann. Væntanlega er hann ekki með það," bætti hann við.

„Annars átti leikurinn ekki að ráðast á síðustu stundu. Við áttum næg færi til að ganga frá leiknum og vera skynsamari í seinni hálfleik. Þá hættum við að spila okkar leik og lúðruðum boltanum fram og biðum eftir löngum boltum aftur og aftur. Það hlyti að detta eitthvað. Ég er svekktur með að ein varnarfærsla í lokin klikkar og maður sleppur í gegn og vítaspyrna."

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu að ofan en hann segir að liðið hafi spilað eins og börn í leiknum.

Athugasemdir
banner
banner