Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. júní 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þeir sem vita eitthvað um fótbolta sjá að maðurinn mun skora mörk"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs var langmarkahæsti leikmaður Lengudeildarinnar í fyrra þegar hann skoraði 21 mörk í nítján leikjum fyrir Keflavík. Eftir rólega byrjun á mótinu hefur Joey skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum.

Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var til viðtals hér á Fótbolti.net í gær og var hann spurður út í ástralska markahrókinn.

„Það kom einhver frétt að hann hafi loksins skorað en hann skoraði í síðasta leik á undan leiknum gegn HK og í leiknum þar áður. Hann er búinn að vera ágætlega heitur, skoraði tvö í síðasta leik og er búinn að vera í bullandi færum en var ekki að nýta þau. Núna er hann að nýta þau," sagði Sindri.

„Það segir sig sjálft að þetta er erfiðari deild en Lengjudeildin, færð ekki jafnmikið pláss og þetta er ekki jafn auðvelt fyrir hann, það koma ekki jafnmargir krossar inn í boxið og hann var að fá. En þeir sem horfa á hann og vita eitthvað um fótbolta sjá að maðurinn mun skora mörk, þó þau séu kannski ekki tuttugu eins og þau voru í fyrra. Þetta er hörku striker. Við erum heppnir að hann er samningsbundinn út næsta sumar, það er happafengur fyrir okkur að hafa hann og það að hann sé byrjaður að skora mörk er frábært.”

Er mikilvægara að hann sé að skora eða skiptir það kannski ekki máli?

„Auðvitað skiptir það engu máli hver það er sem skorar ef stigin tikka inn. En það skiptir rosalega miklu máli að Joey sé að skora. Því þegar hann byrjar að skora þá hættir hann því ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur að hann sé að skora," sagði Sindri.

Joey skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-0 sigri gegn HK á miðvikudag og lyfti sá sigur Keflavík úr botnsætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner