Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
banner
   mið 19. júní 2024 22:38
Haraldur Örn Haraldsson
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjólfur Héðinsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði KA 2-1 á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 KA

„Mikil gleði með að ná þessum þremur stigum. Þetta var erfiður leikur á móti mjög öflugu KA liði. Ég hugsa að taflan endurspeglar ekki alveg styrkleika þess liðs. Þeir eiga eftir að ná vopnum sínum og klifra upp töfluna, ég er alveg viss um það. Þeir áttu góðan leik í bikarnum seinast þar sem þeir unnu 3-0 þannig að við vissum alveg að við værum að mæta góðu liði. Við reiknuðum ekkert með því að við myndum valta yfir þá. Þó þetta hafi verið erfiður leikur þá erum við bara rosalega glaðir með að ná þremur stigum. Það er í rauninni eina sem að skiptir máli. Spilamennskan hefði klárlega geta verið betri og ákveðin atriði sem við þurfum að laga fyrir næsta leik. En fyrst og fremst bara rosa sáttur."

Breiðablik var mikið með boltan og sóttu stíft á KA menn. Þeir hinsvegar vörðust vel og það gekk erfiðlega að koma boltanum yfir línuna.

„Við komumst mjög oft inn í vítateiginn þeirra, í ágætis stöður. Þeir voru að kasta sér mjög oft fyrir skot á síðustu stundu, björguðu á línu meðal annars og vörðu markið sitt bara rosalega vel, gerðu okkur erfitt fyrir. Mér fannst við kannski ekki eiga í miklum vandræðum með að komast inn í vítateiginn þeirra, aðal atriðið var bara að ná að troða honum inn og við troðum honum inn þarna í 2-1 markinu. Það var það sem til þurfti. Við hefðum alveg getað skorað fleiri mörk en við sluppum kannski með skrekkinn hérna í lokin líka."

Dregið var í Sambandsdeildinni í vikunni og ljóst er að Breiðablik mun mæta GFK Tikves frá Norður Makedóníu.

„Mér líst bara mjög vel á það. Við þekkjum Makedóna ágætlega, við fórum þangað í fyrra og eigum bara góðar minningar þaðan. Þannig að við erum bara fullir tilhlökkunar og vonandi fer þá bara vel, þá förum við til Kosovo í kjölfarið. Þannig að þetta verður eitthvað 'interrail' um Austur-Evrópu sem að við hlökkum bara til. Það eru þrír leikir í deildinni fram að því og til þess að fara með góðu sjálfstrausti inn í Evrópu keppnina þá þurfum við að klára þessa leiki af fullum krafti og safna sem flestum stigum. Svo tökum við bara Evrópu keppnina þegar þar að kemur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner