Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fim 19. júlí 2018 21:53
Egill Sigfússon
Bjarni Þór: Ég verð ekkert með á þessu tímabili
Bjarni Þór verður ekkert með á þessari leiktíð
Bjarni Þór verður ekkert með á þessari leiktíð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH gerði 0-0 jafntefli við Lahiti í Kaplakrika í kvöld eftir að hafa unnið úti í Finnlandi 0-3. FH er því komið áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem þeir mæta Apoel Haifa. Bjarni Þór Viðarsson leikmaður FH er búinn að vera meiddur lengi en var í stúkunni í dag og var ánægður með leik sinna manna.

Lestu um leikinn: FH 0 -  0 Lahti

„Þetta var frekar rólegt en fagmannlega gert hjá FH, það er svolítið erfitt að koma inn í svona leik eftir að hafa unnið útileikinn 3-0 og þurfa að klára þetta."

Bjarni sagði það vissulega svekkjandi að geta ekki spilað með, sérstaklega í svona leik þegar aðstæður eru góðar og liðið að spila í Evrópukeppni.

„Já það er það, sérstaklega þegar veðrið er svona gott og fullt af fólki af vellinum. Ég er nátturulega búinn að vera lengi frá og verð að taka því og verð frá í einhverja mánuði í viðbót."

Bjarni verður ekkert með á tímabilinu vegna meiðsla en getur þó æft og segir að hann verði bara að styðja strákana og bíða þolinmóður eftir að komast aftur á völlinn.

„Ég fékk jákvæðar fréttir frá lækninum í gær en ég verð bara að bíða þolinmóður og verð ekkert með á þessu tímabili. Ég er að æfa með FH liðinu en ég er ekki tilbúinn í að fara að spila, er ekki í leikformi og tek engar áhættur."
Athugasemdir
banner