
Alice Elizabeth Walker, framherji KR, skoraði fjögur mörk er KR kjöldró Augnablik, 8-0, í 2. deild kvenna í kvöld. Álftanes vann þá 4-0 sigur á Smára.
Walker, sem kom til KR fyrir tímabilið, skoraði tvö mörk fyrir KR í fyrri hálfleiknum og bætti síðan við tveimur til viðbótar á sjö mínútna kafla í síðari.
Hún er því komin með 10 mörk fyrir KR í deildinni. Katla Guðmundsdóttir gerði tvö mörk og þá komust þær Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir og Emilía Ingvadóttir einnig á blað.
KR er í öðru sæti með 26 stig, tveimur á eftir toppliði Hauka, en Augnablik í 8. sæti með 12 stig.
Sandra Hauksdóttir skoraði tvívegis er Álftanes vann auðveldan 4-0 sigur á Smára á One Plus-vellinum á Álftanesi.
Eydís Mara Waagfjörð gerði fyrsta markið á 20. mínútu og bætti Sandra við öðru undir lok fyrri hálfleiks. Klara Kristín Kjartansdóttir gerði þriðja markið á 66. mínútu áður en Sandra gerði annað mark sitt undir lok leiks.
Álftanes fer úr næst neðsta sæti og í 10. með 7 stig en Smári á botninum með aðeins 1 stig.
Úrslit og markaskorarar:
Álftanes 4 - 0 Smári
1-0 Eydís María Waagfjörð ('20 )
2-0 Sandra Hauksdóttir ('42 )
3-0 Klara Kristín Kjartansdóttir ('66 )
4-0 Sandra Hauksdóttir ('90 )
Augnablik 0 - 8 KR
0-1 Alice Elizabeth Walker ('18 )
0-2 Alice Elizabeth Walker ('39 )
0-3 Alice Elizabeth Walker ('58 )
0-4 Alice Elizabeth Walker ('65 )
0-5 Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('69 )
0-6 Katla Guðmundsdóttir ('82 )
0-7 Emilía Ingvadóttir ('83 )
0-8 Katla Guðmundsdóttir ('87 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir