
Glódís Perla Viggósdóttir og María Þórisdóttir mættust í æfingaleik í kvöld þar sem FC Bayern tók Manchester United í kennslustund.
Glódís Perla var í byrjunarliði Bayern og María hjá Manchester í leik sem lauk með 0-3 sigri þýska stórveldisins.
Glódís spilaði 75 mínútur og María 80 mínútur.
Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði þá á bekknum í 2-1 sigri Wolfsburg gegn PSV Eindhoven.
Tvenna í fyrri hálfleik frá Tabea Wassmuth gerði gæfumuninn í þeirri viðureign.
Man Utd 0 - 3 FC Bayern
0-1 Klara Buhl ('43)
0-2 Lina Magull ('48)
0-3 Saki Kumagai ('66)
Wolfsburg 2 - 1 PSV Eindhoven
1-0 Tabea Wassmuth ('2)
2-0 Tabea Wassmuth ('44)
2-1 Joelle Smits ('73)
Athugasemdir