Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 19. ágúst 2022 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Þrenna frá Tinnu sökkti Augnablik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Augnablik 0 - 3 Grindavík
0-1 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('11)
0-2 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('64)
0-3 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('66)


Tinna Hrönn Einarsdóttir var hetjan í flottum sigri Grindavíkur gegn Augnablik í Lengjudeild kvenna.

Liðin mættust í síðasta leik dagsins og setti Tinna Hrönn þrennu. Fyrsta markið skoraði hún á elleftu mínútu og bætti svo tveimur við með stuttu millibili í síðari hálfleik.

Grindavík er með 17 stig úr 15 umferðum eftir sigurinn. Augnablik er með 12 stig.

Bæði lið sigla lygnan sjó þar sem botnlið Fjölnis og Hauka hafa aðeins unnið einn leik hvort og eru ekki með nema fjögur stig.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner