Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fös 19. ágúst 2022 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli fær Ndombele (Staðfest)

Napoli og Tottenham eru búin að staðfesta félagsskipti Tanguy Ndombele yfir í ítalska boltann á lánssamningi út tímabilið.


Napoli borgar eina milljón evra fyrir lánssamninginn og í honum fylgir kaupmöguleiki sem hljóðar upp á 30 milljónir evra, eða 25 milljónir punda.

Það er talsvert lægra verð heldur en Tottenham greiddi fyrir miðjumanninn sumarið 2019. Félagið borgaði þá um 60 milljónir punda en leikmaðurinn stóðst ekki þær væntingar sem til hans voru gerðar.

Ndombele er 25 ára gamall og hefur skorað 10 mörk í 91 leik hjá Tottenham. Hann er kröftugur miðjumaður með sjö landsleiki að baki fyrir Frakkland og var lánaður aftur til Lyon á seinni hluta síðustu leiktíðar.

Napoli er að missa Fabian Ruiz til PSG og mun Ndombele taka sæti hans í liðinu.


Athugasemdir
banner
banner