Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 19. september 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
„Hefðu farið lengra í Evrópu ef hann hefði komið fyrr“
Aron Elís Þrándarson með Mjólkurbikarinn.
Aron Elís Þrándarson með Mjólkurbikarinn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við ólumst upp saman og vorum mjög góðir vinir upp alla yngri flokka. Hann var alltaf í bölvuðu brasi með líkamann á sér en gæðin sem þessi gæi býr yfir eru fáránleg," segir Viktor Jónsson, markahrókur ÍA, um Aron Elís Þrándarson.

Viktor, sem er uppalinn Víkingur, var gestur í Innkastinu sem tekið var upp í gær.

Þar var rætt aðeins um Aron Elís sem valinn var maður leiksins í bikarúrslitaleiknum gegn KA á laugardaginn.

„Það er gaman að sjá hvað hann er búinn að bæta sig mikið og er ógeðslega góður í fótbolta. Hann er eins og pabbi sinn, alveg grjótharður og búinn að losa sig við hárið líka," segir Viktor.

„Hann er líka svo klár fótboltamaður og getur spilað allar stöður á vellinum. Hann spilaði hafsent í einhverjum landsleik og stóð sig frábærlega. Hann er bara geggjaður í fótbolta."

Sæbjörn Steinke segir að Aron sé einmitt leikmaðurinn sem Víkingur hefði þurft að hafa þegar liðið féll út gegn Riga í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Það er kannski leiðinlegt að minna Víkinga á það en þeir hefðu farið lengra í Evrópu ef Aron hefði fengið leikheimild fyrr. Þetta var gæinn sem vantaði á móti Riga. Hann er búinn að vinna alla leiki síðan hann kom," segir Sæbjörn.
Innkastið - Markakóngurinn og bikarar á loft
Athugasemdir
banner
banner