Þeir Jóhann Skúli Jónsson og Orri Eiríksson, sem halda úti Svona var sumarið hlaðvarpinu, fengu þá Emil Ásmundsson og Sindra Björnsson til að gera upp EM ævintýri '95 landsliðsins. Íslenska liðið komst alla leið í lokakeppnina.
Ísland fékk eitt stig í riðli með Þýskalandi, Georgíu og Frakklandi. Þeir Hjörtur Hermannsson og Gunnlaugur Hlynur Birgisson skoruðu mörk Íslands í jafntefli gegn Frakklandi þar sem Anthony Martial skoraði annað af mörkum Fraklands. Þýskaland og Georgía fóru upp úr riðlinum og fór Þýskaland alla leið í úrslit en tapaði þar gegn Hollandi í vítaspyrnukeppni.
Ísland fékk eitt stig í riðli með Þýskalandi, Georgíu og Frakklandi. Þeir Hjörtur Hermannsson og Gunnlaugur Hlynur Birgisson skoruðu mörk Íslands í jafntefli gegn Frakklandi þar sem Anthony Martial skoraði annað af mörkum Fraklands. Þýskaland og Georgía fóru upp úr riðlinum og fór Þýskaland alla leið í úrslit en tapaði þar gegn Hollandi í vítaspyrnukeppni.
Í hópnum voru m.a. Hjörtur Hermannsson sem hefur leikið lengi sem atvinnumaður erlendis og byrjaði síðustu leiki með A-landsliðinu. Þar var einnig Rúnar Alex Rúnarsson sem var aðalmarkvörður A-landsliðsins og vann sér inn samning hjá enska stórliðinu Arsenal.
Þeir Emil og Sindri voru spurðir hvort það hefði verið einhver í hópnum sem þeir bjuggust við að myndi gera meira á sínum ferli.
Báðir nefndu þeir Kristján Flóka Finnbogason.
„Það er mér hulin ráðgáta hvernig hann er ekki okkar besti atvinnumaður. Það var alltaf blautur draumur minn að gera hann að miðjumanni, svona Joelinton pælingar. Hann var ekkert rosalega iðinn við kolann í markaskorun alltaf, en með geðveika tækni þrátt fyrir að vera svona ógeðslega stór. Hann gæti skrefað völlinn Yaya Toure stæl og getur þrusað í boltann," sagði Emil.
Joelinton var keyptur til Newcastle frá Hoffenheim á metfé árið 2019. Hann var fenginn sem framherji en það gekk erfiðlega hjá honum að skora.
Eddie Howe tók við stjórnartaumunum hjá Newcastle í nóvember 2021 og í kjölfarið var Brasilíumaðurinn færður inn á miðsvæðið þar sem hann hefur betur náð að sýna hversu öflugur leikmaður hann er.
Flóki er 29 ára framherji sem fenginn var heim í FH í sumarglugganum eftir fimm ár hjá KR. Þar varð hann Íslandsmeistari á fyrsta ári sínu en meiðsli hafa settu stórt strik í reikninginn. Hann er uppalinn hjá FH, fór ungur til FCK og lék einnig með Start og Brommapojkarna erlendis áður en hann sneri heim árið 2019. Hann á að baki sex A-landsleiki.
Athugasemdir