Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 19. september 2024 22:40
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ánægður með frammistöðuna í dag, mér fannst við vera mjög öflugir varnarlega. Við stoppuðum flestar þeirra sóknir og gerðum það vel."  Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir að liðið hans sigraði Fjölni 3-1 í fyrri leiknum í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Fjölnir

„Það var mikil trú, mikil liðsheild hjá okkur. Það var það sem skilaði þessu við kláruðum þetta, og frábært að fá mark í lokin. Fyrst og fremst þá vil ég þakka stuðningsmönnum fyrir, þetta var geggjaður stuðningur hérna á heimavelli í kvöld. Að spila undir flóðljósunum, á blautum velli, þetta var ótrúleg stemning og geggjað kvöld. Við þurfum bara að fá það sama á mánudaginn, fá sömu orku frá strákunum og sömu stemningu í stúkuna og klára dæmið. Það er bara hálfleikur, það er nóg eftir og við þurfum að vera klárir á mánudaginn því það verður hörku leikur í Grafarvoginum."

Seinni leikurinn í þessum undanúrslitum verður spilaður næstkomandi mánudag klukkan 15:45. 

„Ég hvet bara alla Mosfellinga að mæta á völlinn og ef menn þurfa að taka á sig að fara fyrr úr vinnu eða jafnvel skrópa í skóla. Ég er nú ekki almennt að því að hvetja fólk að skrópa í skólanum en ef það er einhvertíman sem þú skrópar í skólanum þá er það þarna. Fólk á að mæta á völlinn og hjálpa okkur í baráttunni."

Elmar Kári fékk gult spjald í fyrri hálfleik og var því á leiðinni í bann í úrslitaleiknum skyldi Afturelding komast þangað. Þetta er vegna skringilegra reglna hjá KSÍ en Elmar fékk sitt annað gula spjald eftir leikinn sem þýðir að hann mun þá taka út sitt bann í komandi leik á mánudaginn.

„Það er eitthvað brot þarna undir lokin, sem hann fær síðan spjald fyrir eftir leik. Ég vil bara hrósa Elmari Kára fyrir geggjaðan leik, hann skorar geggjað mark, á stóran þátt í því að fá vítaspyrnu í lokin. Þó að hún hafi ekki farið eins og við vildum fara þá á hann það skuldlaust með Sævari hvernig þeir bjuggu það til. Mér fannst hann spila frábærlega, sérstaklega í seinni hálfleik vitandi það að hann var búinn að fá þetta spjald að ná að stilla hausinn og ná að setja einbeitingu á verkefnið. Mér finnst það frábærlega gert hjá honum. Ég er hrikalega ánægður með hann í dag eins og allt liðið."

Magnús vill ekki meina að seinna gula spjaldið hafi verið viljandi svo Elmar myndi ekki vera í banni í úrslitaleiknum.

„Nei hann fær bara spjald þarna í lokin. Hann metur það þannig, Þórður að þetta hafi verið spjald, þetta var eitthvað klafs þarna í lokin og þá er það bara þannig. Tvö gul og rautt og hann er þá í banni í næsta leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner