Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   fim 19. september 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ný ensk stjarna að fæðast í Dortmund - „Eins og 'career mode' í FIFA"
Mynd: EPA

Jamie Bynoe-Gittens, tvítugur leikmaður Dortmund, var maður leiksins þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins gegn Club Brugge í Meistaradeildinni í gær.


Englendingurinn var í akademíunni hjá Reading, Chelsea og Man City en yfirgaf City árið 2020 og gekk til liðs við Dortmund. En Jadon Sancho fór sömu leið árið 2017.

Jude Bellingham er annar Englendingur sem sló í gegn í herbúðum Dortmund.

Bynoe-Gittens hefur farið hrikalega vel af stað á þessu tímabili en hann hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum.

„Ég var valinn maður leiksins í Meistaradeildinni í fyrsta sinn. Verðlaunagripurinn fer sennilega við hliðina á PlayStation tölvunni minni. Þetta er eins og 'career mode' í FIFA fyrir mér," sagði Bynoe-Gittens léttur í bragði eftir leikinn í gær.


Athugasemdir
banner
banner