Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 19. október 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lögregla rannsakar tíst sem beindust að Pickford og Richarlison
Lögreglan í Merseyside er með tíst sem beindust að Jordan Pickford og Richarlison til rannsóknar. Reiðir stuðningsmenn Liverpool létu í sér heyra á Twitter eftir 2-2 jafntefli Everton og Liverpool um helgina.

Pickford fékk að heyra það óþvegið fyrir að strauja Virgil van Dijk illa innan eigin vítateigs. Hollenski varnarjaxlinn skaddaði krossband og verður frá keppni fram á vor.

Þá voru Richarlison ekki vandaðar kveðjurnar eftir að hann lét reka sig af velli á 90. mínútu þegar hann tæklaði Thiago Alcantara illa.

Einhver ummælin hafa farið býsna langt yfir strikið og er lögreglan búin að skerast í leikinn.

„Orðræðan í þessum tístum er ólíðandi og við lítum þetta alvarlegum augum," sagði talsmanneskja lögreglunnar.
Athugasemdir
banner
banner