Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. nóvember 2022 12:05
Brynjar Ingi Erluson
Infantino styður ákvörðun Katar um að banna sölu á bjór
Gianni Infantino
Gianni Infantino
Mynd: Getty Images
Gianni Infantino, forseti alþjóðafótboltasambandsins, FIFA, styður ákvörðun Katar um að banna sölu á áfengi á leikvöngum á hemsmeistaramótinu.

Katar og FIFA tilkynntu í gær, aðeins tveimur dögum fyrir mótið, að áfengi yrði ekki selt á leikvöngum.

Fyrir mótið var búið að heimila sölu áfengis á leikvöngum en það var dregið til baka í gær og skapaðist mikil umræða í kringum þessa ákvörðun.

Budweiser, einn stærsti styrktaraðili mótsins, er með 63 milljón pudna samning við FIFA, en aðeins verður í boði að kaupa óáfengan bjór á mótinu. Þetta er mikið högg fyrir Budweiser og gæti bandaríski bjórframleiðandinn leitað réttar síns í þessu máli.

Infantino styður ákvörðun Katar heilshugar en hann staðfesti það á fréttamannafundi í morgun.

„Í allri hreinskilni, ef þetta er stærsta vandamálið fyrir HM þá mun ég skrifa undir um leið, fara á ströndina og slaka á til 18. desember,“ sagði Infantino.

„Allar ákvarðanir sem við tökum á þessu móti er eitthvað sem er sameiginlega ákveðið af FIFA og Katar. Persónulega þá held ég að ef þú getur sleppt því að drekka bjór í þrjá klukkutíma á dag þá kemur þú til með að lifa af,
Athugasemdir
banner
banner