Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. janúar 2021 14:23
Elvar Geir Magnússon
FH og Valur hafa áhuga á Rúnari Þór
Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Rúnar Þór Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Valur hafa áhuga á Rúnari Þór Sigurgeirssyni, vinstri bakverði Keflavíkur, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur og yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, segir að ekki hafi borist tilboð í Rúnar og reiknar með því að hann verði með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Rúnar hjálpaði Keflavík að vinna Lengjudeildina á síðasta tímabili.

Rúnar hefur verið lykilmaður hjá Keflvíkingum, hann var valinn á bekkinn í liði ársins í 1. deildinni 2019 og var svo í úrvalsliðinu á síðasta ári.

Hann er 21 árs gamall og var valinn í U21 landsliðshóp í fyrra en hefur ekki leikið fyrir yngri landsliðin.

FH-ingar vilja bæta við sig bakverði fyrir komandi tímabil og Íslandsmeistarar Vals seldu Valgeir Lunddal Friðriksson, sem lék í vinstri bakverði liðsins í fyrra, til Häcken í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner