Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. janúar 2022 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sænskur fótboltamaður í fjögurra ára bann
Pawel Cibicki.
Pawel Cibicki.
Mynd: EPA
Sænski fótboltamaðurinn Pawel Cibicki var á dögunum dæmdur af FIFA í fjögurra ára bann frá fótbolta.

Rannsókn hefur verið í gangi upp á síðkastið eftir að Cibicki var ásakaður um veðmálasvindl. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að Cibicki var sekur.

Rannsóknin var í tengslum við gult spjald sem leikmaðurinn fékk í leik með Elfsborg gegn Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt Reuters þá fékk leikmaðurinn greiðslu að andvirði rúmlega 4,2 milljóna íslenskra króna til að fá gult spjald í leiknum. Hann fékk svo sannarlega gult spjald í þeim leik.

Cibicki segist alltaf hafa verið saklaus í máli, en dómstóllinn var ekki sammála.

Þess má geta að Cibicki lék um tíma með Leeds á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner