Adam Ægir Pálsson verður væntanlega formlega kynntur sem nýr leikmaður Vals í dag. Adam var stoðsendingakóngur Bestu deildarinnar í fyrra og var meðal áhorfenda á Hlíðarenda í gær þegar Valur vann Leikni í Reykjavíkurmótinu.
Valur kaupir Adam frá Víkingi en hann lék hjá Keflavík á lánssamningi. Fleiri félög höfðu áhuga á leikmanninum og FH gerði árangurslausa tilraun til að fá hann.
Valur kaupir Adam frá Víkingi en hann lék hjá Keflavík á lánssamningi. Fleiri félög höfðu áhuga á leikmanninum og FH gerði árangurslausa tilraun til að fá hann.
Adam, sem er 24 ára kantmaður, átti gott tímabil á láni hjá Keflavík í fyrra og setti stoðsendingamet í efstu deild með því að leggja upp fjórtán mörk.
„Hann er eftirsóttur leikmaður. Það er bara svoleiðis. Hann skorar eða leggur upp í nánast hverjum einasta leik. Það er skiljanlegt að félög vilji fá þannig leikmann," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála, um áhuga á Adam þegar hann var spurður í síðasta mánuði.
Athugasemdir