Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 23:04
Brynjar Ingi Erluson
Ratcliffe kaupir 27,7 prósent hlut í Man Utd (Staðfest)
Sir Jim Ratcliffe
Sir Jim Ratcliffe
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að breski auðkýfingurinn Sir Jim Ratcliffe hafi gengið frá kaupum á 27,7 hlut í félaginu.

Glazer-fjölskyldan setti Man Utd á sölu í desember árið 2022 og var Ratcliffe lengi vel í baráttu við Sheikh Jassim frá Katar.

Hann vildi kaupa 100 prósent hlut í félaginu en dró sig úr baráttunni á síðasta ári. Man Utd greindi frá því að hann hafi ekki getað lagt fram nægar sannanir fyrir því að hann gæti fjármagnað kaupin. Ratcliffe var því einn eftir í baráttunni.

Samkomulag náðist við Ratcliffe um kaup á 25 prósent hlut, sem hækkaði upp í 27,7 prósent hlut með fjárfestingum hans inn í félagið. Enska fótboltasambandið og enska úrvalsdeildin samþykktu kaupin og eru þau nú gengin í gegn.

INEOS, félag í eigu Ratcliffe, borgar rúman milljarð punda fyrir hlut sinn í Man Utd, þar sem Ratcliffe og hans teymi fá fulla stjórn á fótboltamálum félagsins. Þeir munu hafa umsjón með karla- og kvennaliðunum og öllu akademíustarfinu.

Ratcliffe er þegar byrjaður að láta til sín taka. Hann fékk á dögunum Omara Berrada frá nágrönnunum í Manchester City, en hann er nýr framkvæmdastjóri félagsins.

Dan Ashworth, sem hefur sinnt stöðu yfirmanns fótboltamála hjá Newcastle United, er þá á leið til félagsins. Hann var á dögunum sendur í leyfi og á Man Utd aðeins eftir að komast að samkomulagi við Newcastle um verðmiða, en talið er að sá verðmiði sé nálægt 20 milljónum punda.

Ratcliffe hefur fjárfest 160 milljónum punda í félagið nú þegar og er stefnan að leggja 80 milljónir til viðbótar áður en árið er úti.


Athugasemdir
banner
banner