Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. mars 2023 18:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Útskýrir muninn á Mitrovic og Bruno: Ekki sniðugt að snerta dómara
Mynd: Getty Images

Dermot Gallagher fyrrum dómari í efstu deild á Englandi lagði sitt mat á rauða spjaldið sem Aleksandar Mitrovic fékk í bikartapinu gegn Manchester United í gær.


Hann bar það atvik saman við það þegar Bruno Fernandes stuggaði við aðstoðardómara í viðureign Manchester United gegn Liverpool fyrir rúmum tveimur vikum.

„Ég lít ekki framhjá því sem Fernandes gerði, það er ekki sniðugt að snerta dómara, þetta var ekki harkalegt eða ofbeldisfullt en hann hefði auðveldlega getað fengið gult spjald," sagði Gallagher.

Hann tekur ekki undir það að sú staðreynd að Bruno hafi ekki verið refsað fyrir sitt athæfi að það hafi gefið hinum leikmönnunum leyfi á að haga sér eins.

„Ég trúi því ekki að nokkur leikmaður hafi séð þetta atvik og hugsað: Þetta gefur mér leyfi til að gera þetta, ég trúi því ekki. Hvorugur leikmaður hefði átt að gera það sem þeir gerðu en annar þeirra fór allt, allt of langt," sagði Gallagher.


Enski boltinn - Ræða Conte og Mitrovic ekkert gáfnaljós
Athugasemdir
banner
banner