Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 20. apríl 2020 14:45
Magnús Már Einarsson
Ætlaði að kaupa pylsuvagn og gera Val að Evrópumeisturum
Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson.
Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, er til umfjöllunar í fyrsta þættinum í þáttaröðinni Áskorun sem er í sýningu hjá Sjónarpi Símans Premium þessa dagana. Um er að ræða íþróttaþætti í umsjón Gunnlaugs Jónssonar.

Við klippingu á þættinum datt út atriði þar sem Freyr Alexandersson segir magnaða sögu um Elísabetu frá því að hún stýrði Val á sínum tíma. Freyr var aðstoðarþjálfari Vals á þessum árum.

Elísabet var staðráðinn í að gera Val að Evrópumeisturum árið 2008 og leitaði að liðsstyrk erlendis. Fyrirliði nígeríska landsliðsins var á leið til félagsins en þá vantaði fjármagn.

Freyr segir frá hitafundi hjá Elísabetu og Berki Edvardssyni, formanni Vals. Þar sem ekki var til fjármagn sagðist Elísabet ætla að safna sjálf fyrir leikmanninum.

„Daginn eftir hringir hún í mig og spyr mig hvort ég sé tilbúinn að kaupa með henni pylsuvagn til að fjármagna kaupin á leikmanninum. Við skoðuðum það alvarlega en sem betur fer keypti ég ekki pylsuvagn með Elísabetu Gunnarsdóttur," sagði Freyr og hló en innslagið má sjá í heild hér að ofan.

Hægt er að horfa á þáttinn Áskorun í Sjónvarpi Símans Premium. Um er að ræða íþróttaheimildaþætti í umsjón Gunnlaugs Jónssonar. Í næsta þætti Áskorun verður sögð saga sundmannsins Inga Þór Jónssonar frá Akranesi sem fór á Ólympíuleikana árið 1984.
Athugasemdir
banner
banner
banner