Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 20. apríl 2020 14:45
Magnús Már Einarsson
Ætlaði að kaupa pylsuvagn og gera Val að Evrópumeisturum
Kvenaboltinn
Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson.
Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, er til umfjöllunar í fyrsta þættinum í þáttaröðinni Áskorun sem er í sýningu hjá Sjónarpi Símans Premium þessa dagana. Um er að ræða íþróttaþætti í umsjón Gunnlaugs Jónssonar.

Við klippingu á þættinum datt út atriði þar sem Freyr Alexandersson segir magnaða sögu um Elísabetu frá því að hún stýrði Val á sínum tíma. Freyr var aðstoðarþjálfari Vals á þessum árum.

Elísabet var staðráðinn í að gera Val að Evrópumeisturum árið 2008 og leitaði að liðsstyrk erlendis. Fyrirliði nígeríska landsliðsins var á leið til félagsins en þá vantaði fjármagn.

Freyr segir frá hitafundi hjá Elísabetu og Berki Edvardssyni, formanni Vals. Þar sem ekki var til fjármagn sagðist Elísabet ætla að safna sjálf fyrir leikmanninum.

„Daginn eftir hringir hún í mig og spyr mig hvort ég sé tilbúinn að kaupa með henni pylsuvagn til að fjármagna kaupin á leikmanninum. Við skoðuðum það alvarlega en sem betur fer keypti ég ekki pylsuvagn með Elísabetu Gunnarsdóttur," sagði Freyr og hló en innslagið má sjá í heild hér að ofan.

Hægt er að horfa á þáttinn Áskorun í Sjónvarpi Símans Premium. Um er að ræða íþróttaheimildaþætti í umsjón Gunnlaugs Jónssonar. Í næsta þætti Áskorun verður sögð saga sundmannsins Inga Þór Jónssonar frá Akranesi sem fór á Ólympíuleikana árið 1984.
Athugasemdir
banner