Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mán 20. apríl 2020 14:45
Magnús Már Einarsson
Ætlaði að kaupa pylsuvagn og gera Val að Evrópumeisturum
Kvenaboltinn
Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson.
Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, er til umfjöllunar í fyrsta þættinum í þáttaröðinni Áskorun sem er í sýningu hjá Sjónarpi Símans Premium þessa dagana. Um er að ræða íþróttaþætti í umsjón Gunnlaugs Jónssonar.

Við klippingu á þættinum datt út atriði þar sem Freyr Alexandersson segir magnaða sögu um Elísabetu frá því að hún stýrði Val á sínum tíma. Freyr var aðstoðarþjálfari Vals á þessum árum.

Elísabet var staðráðinn í að gera Val að Evrópumeisturum árið 2008 og leitaði að liðsstyrk erlendis. Fyrirliði nígeríska landsliðsins var á leið til félagsins en þá vantaði fjármagn.

Freyr segir frá hitafundi hjá Elísabetu og Berki Edvardssyni, formanni Vals. Þar sem ekki var til fjármagn sagðist Elísabet ætla að safna sjálf fyrir leikmanninum.

„Daginn eftir hringir hún í mig og spyr mig hvort ég sé tilbúinn að kaupa með henni pylsuvagn til að fjármagna kaupin á leikmanninum. Við skoðuðum það alvarlega en sem betur fer keypti ég ekki pylsuvagn með Elísabetu Gunnarsdóttur," sagði Freyr og hló en innslagið má sjá í heild hér að ofan.

Hægt er að horfa á þáttinn Áskorun í Sjónvarpi Símans Premium. Um er að ræða íþróttaheimildaþætti í umsjón Gunnlaugs Jónssonar. Í næsta þætti Áskorun verður sögð saga sundmannsins Inga Þór Jónssonar frá Akranesi sem fór á Ólympíuleikana árið 1984.
Athugasemdir
banner
banner
banner