banner
   mið 20. maí 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki satt að Moyes lét Ferdinand horfa á Jagielka
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand segir söguna um að David Moyes hafi látið hann horfa á myndbönd af Phil Jagielka var uppspuna.

Ferdinand viðurkennir þó að hann og fyrrum góðvinur hans í hjarta varnarinnar hjá Manchester United, Nemanja Vidic, hefðu oft átt samræður á háu nótunum við Moyes þegar Skotinn stýrði Manchester United frá júlí 2013 til apríl 2014.

„Ég veit ekki hvaðan þessi saga kom, þetta gerðist aldrei," sagði Ferdinand við BBC.

„Phil Jagielka er mjög góður leikmaður, en ég er viss um að hann hefði aldrei sýnt okkur myndbönd af Phil til að sýna okkur hvernig við ættum að gera hitt og þetta. Kannski dreymdi einhverjum þetta."

„Við áttum nokkra fundi ég, Vida og David Moyes þar sem mönnum var heitt í hamsi. Hann vildi ákveðna hluti og við vorum ekki alveg sammála, en þannig er fótboltinn."

Moyes er í dag stjóri West Ham eftir þessa misheppnuðu dvöl hjá Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner