banner
   mið 20. maí 2020 15:26
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Nielsen með alla leikina rétta
Gunnar Nielsen, markvörður FH.
Gunnar Nielsen, markvörður FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gunnar Nielsen, markvörður FH og landsliðsmarkvörður Færeyja, fékk bingó í sal þegar hann spáði í 2. umferð færeysku Betri-deildarinnar.

Hann var með alla leikina rétta, tvö hárrétt úrslit, og eins og sjá má hér að neðan er hann með allt á hreinu þegar kemur að boltanum í Færeyjum.

Spá Gunnars:
TB 1 - 2 KÍ (endaði 1-2)
B36 3- 0 AB (endaði 3-0)
Víkingur 2 - 0 Skála (endaði 5-2)
ÍF 1 - 2 HB (endaði 1-3)
EB/Streymur 1 - 3 NSÍ (endaði 0-3)

NSÍ frá Runavík og Þórshafnarliðin HB og B36 eru með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðirnar í deildinni.

Fótbolti.net heldur áfram að fá spámenn til að rýna í færeysku Betri-deildina en næsta umferð hefst á föstudaginn.

Mun fleiri augu beinast að færeyska fótboltanum en áður þar sem fáar deildir eru í gangi vegna heimsfaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner